Sómamaður sem stendur sína vakt

Það er alveg sama hver er niðurstaða kosninga þá munu flokksmenn í Frjálslynda flokknum standa sína vakt og ekki síðst með Guðjón Arnar sem skipstjóra.

Menn þurfa ekki að álykta um eitthvað sem þeir vita ekki neitt um.

Þeir sem eru í flokknum í Norðausturkjördæmi hafa fundað í dag og eru sammála um að ekkert komi annað til greina en styðja Guðjón Arnar heilshugar og munu gera það með stolti og sóma.

Traustur vinur

Enginn veit fyrr en reynir á
hvort vini áttu þá.
Fyrirheit gleymast þá furðu fljótt
þegar fellur á niðdimm nótt.

Já, sagt er að, þegar af könnunni ölið er,
fljótt þá vinurinn fer.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun,
fyrir þína hönd, guði sé laun.
Það sem kemur hér fram í þessum ljóðlínum mun sannast í tilfelli Frjálslynda flokksins, því hann á vini í raun sem munu standa sem ókleifur klettur bak við hann og ekki láta á sig fá þó að móti blási. Heldur  verður núhaldið til hafs á ný með styrkum og traustum skipstjóra og ábyrgri áhöfn sem mun standa vaktina þangað til árangur hefur náðst á ný.
 Við munum sýna það og sanna að sameinuð stöndum við og látum ekki sundrung og bölsýni á okkur fá.
Áfram Guðjón Arnar og Frjálslyndi flokkurinn
Guðjón Arnar

mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þessi skrif þín minna á veruleikafirrta Sjálfstæðismenn sem halda áfram að tala um styrka efnahagsstjórn síns flokks.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.4.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Hólmfríður Helga Björnsdóttir

Ekki hef ég mætt á neinn fund hvað þá heyrt um hann... Er kannski ekki nógu "ofarlega" á lista til að flokkast sem flokksmanneskja, maður spyr sig... 

Hólmfríður Helga Björnsdóttir, 27.4.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Sæl og takk fyrir síðast. Var að koma heim í smá frí frá vinnu minni á Klaustri. Bíð spennt eftir fundinum á morgun, en verð að vera í símasambandi núna en veit að þið komið til með að eiga góðan fund. Að sjálfsögðu hefur ekkert breyst frá glæsilegu kjöri Guðjóns á landþingi okkar. Ekki veit ég hvað hún Þóra mín meinar, ekki nema að hún sé komin á kaf í veruleikafirrta Sjálfstæðismenn með Jóni? Láttu í þér heyra og vita af þér  Hólmfríður Helga því við höfum virkilega þörf fyrir gott fólk sem áhuga hefur að vinna áfram að málefnum okkar. Kv

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 29.4.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ljóst er að þjóðin hafnar þessum flokki og er áframhaldandi starfsemi síður óskað. Ætli þið verðið ekki tvö á fundinum, Ólafía og Guðjón, kannski kemur Sigurjón líka?

Hilmar Gunnlaugsson, 30.4.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

olafia-herborg

Höfundur

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Kona á besta aldri með sjálfstæðar skoðanir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Guðjón Arnar
  • FlyerA5nordaustur
  • Ásta Hafberg 14
  • 2.Eiríkur Guðmundsson
  • 1.sæti Ásta Hafberg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband