Sjaldan launar kálfur ofeldið

Vil aðeins geta þess að allir sem mættu á miðstjórnarfundinn voru svo til sammála um það að flokknum væri betur borgið með áframhaldandi stjórn og miðstjórn. Margt má eflaust betrumbæta en ekki teljum við farsælt að skipta um hest í miðri á ef má nota þá samlíkingu. Því uppgjöf heyrðist ekki frá neinum get ég fullyrt. Og flestir sem tóku til máls lýstu furðu sinni yfir því að aðilar sem komu ekki nálægt neinni vinnu í tengslum við þessar kosningar og gera ekki neitt nema rakka niður flokkinn skuli telja sig geta leiðbeint með framhaldið.

Ef hinir aðilar sömu sjá ekki sóma sinn í því að halda sér frá lyklaborðinu og fjölmiðlum ef þeir hafa einungis það fram að færa sem þeim í raun kemur ekki við ættu þeir að líta í eiginn barm.

Og spyrja sig sjálfa?

  • Hvað gerði ég til að auka fylgið?
  • Hvað gerði ég til að halda góðum anda í flokknum?
  • Hversu mikið lagði ég á mig í þágu flokksins og fyrir minn vinnuveitanda?

Og eflaust er margt fleira sem mætti telja upp.

En eitt er ég með á hreinu að ég og allir þeir sem komu að kosningbaráttunni í Norðausturkjördæmi hafa hreina samvisku og teljum við okkur hafa reynt okkar besta til að auka fylgi og koma okkar manni á þing. Og við erum öll sammála um það að halda okkar baráttu áfram og styðja okkar góða formann Guðjón Arnar og halda áfram að reyna að efla Frjálslynda flokkinn.


mbl.is Boða ekki til landsþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það skyldi þó aldrei vera að þú Ólafía hafir lagt lóð á vogarskálarnar einmitt í lyklaborðinu með tali þínu um illgresi um fólk sem þú hefur aldrei hitt , þegar það hvarf úr flokk þessum.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: ThoR-E

Hvernig getur fólk .. sem hrakið hefur verið í burtu af vissum aðilum sem héldu taugaveiklaðir í völd sín .. hjálpað til við að bæta fylgið?

Takiði hausinn upp úr sandinum og áttið ykkur á að kjósendur höfðuðu forrystunni í þessari mynd og þar af leiðandi flokknum öllum.

Það er ekkert traust, kjósendur treysta ekki flokk sem getur ekki einusinni farið eftir reglum og lögum í eigin flokki.

Ég kaus Frjálslynda flokkinn, en einhver verður að taka ábyrgð á þessu afhroði. Yfirleitt er það forrystan sem það gerir. Ef engin ætlar að bera ábyrgð á þessu er endanlega trúverðugleikin farinn.

ThoR-E, 1.5.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Góð færsla Ólafía og hverju orði sannara að sjaldan launar kálfurinn ofeldið.

Grétar Mar Jónsson, 12.5.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

olafia-herborg

Höfundur

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Kona á besta aldri með sjálfstæðar skoðanir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Guðjón Arnar
  • FlyerA5nordaustur
  • Ásta Hafberg 14
  • 2.Eiríkur Guðmundsson
  • 1.sæti Ásta Hafberg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 9923

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband