Rétt skal vera rétt og réttlćtiđ sigrar ađ lokum

Frjálslyndir fá árlegan styrk

Reykjavíkurborg ćtlar ađ greiđa Frjálslynda flokknum árlegan styrk til stjórnmálaflokka en ekki Borgarmálafélagi F-lista, sem Ólafur F. Magnússon, stofnađi. Ţetta er í samrćmi viđ álit samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytisins.

Frjálslyndi flokkurinn gagnrýndi ţađ harđlega ţegar Reykjavíkurborg ákvađ ađ veita Borgarmálafélagi F-listans árlegt rúmlega ţriggja milljóna króna fjárframlag sitt í hitteđfyrra.

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi stofnađi Borgarmálafélagiđ voriđ 2008, og ţađ ár greiddi borgin styrkinn á reikning ţess félags. Ólafur hafđi ţá sagt sig úr Frjálslynda flokknum. Fyrrum félagar hans sökuđu hann um ađ draga sér fé frá flokknum.

Innri endurskođun Reykjavíkurborgar hreinsađi Ólaf af ţessum ásökunum en taldi engu ađ síđur mikla óvissu ríkja um ţađ hverjum bćri ađ greiđa framlagiđ í fyrra og lagđi til ađ ţađ yrđi lagt inn á biđreikning og bankinn myndi svo skera úr um hver mćtti taka peningana út af reikningnum.

Sjá má ţessa frétt á Ruv.is

Borgarlögmađur lagđist gegn ţessari leiđ en óskađi eftir áliti samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytisins í málinu.

Nú liggur álitiđ fyrir og ţar segir ađ Frjálslyndi flokkurinn eigi rétt á framlaginu. Ţá segir ađ ráđuneytiđ efist ekki um ađ Borgarmálafélag F-lista sé lögmćtt stjórnmálaafl en ţađ hafi ekki bođiđ fram í síđustu kosningum og lögum samkvćmt sé ţađ skilyrđi fyrir fjárstyrk frá sveitarfélagi.

Einnig sé ljóst ađ fjárframlagiđ sé ćtlađ stjórnmálasamtökum en ekki kjörnum einstaklingi.

Ţótt álit ráđuneytisins sé ekki bindandi hefur Reykjavíkurborg ákveđiđ ađ fara eftir ţví.

 

frettir@ruv.is

Höfuđborgarsvćđiđ | Stjórnmál


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

er svo sjaldan í netsambandi ţegar ég er ađ vinna hér fyrir austan. En ánćgđ er ég međ ţessa niđurstöđu. Kem heim helgina 27-28 febr. Kv

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 14.2.2010 kl. 04:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

olafia-herborg

Höfundur

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Kona á besta aldri með sjálfstæðar skoðanir
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • Guðjón Arnar
 • FlyerA5nordaustur
 • Ásta Hafberg 14
 • 2.Eiríkur Guðmundsson
 • 1.sæti Ásta Hafberg

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 0
 • Sl. viku: 1
 • Frá upphafi: 8879

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 1
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband