19.4.2009 | 00:10
Kjósið Frjálslynda flokkinn, Guðjón Arnar og félaga
Eins og allir vita sem þekkja Guðjón Arnar er hann traustur og góður maður. Það má segja með sanni að hann sé þyngdar sinnar virði í gulli eða manngæsku og þekkingu á sjávarútvegsmálum. Það er hægt að treysta því að hann er maður sem veit hvað hann er að segja um það sem varðar kvótakerfið og fleira sem flokkurinn hefur á stefnuskrá varðandi fiskveiði. Flokkurinn hefur að leiðarljósi heiðarleika og að láta gott af sér leiða en til þess að geta framkvæmt þessa hluti þarf hann að fá tækifæri. Fjölmiðlar birta einungis fréttir um Frjálslynda flokkinn ef það er eitthvað neikvætt en ef eitthvað jákvætt gerist þykir það ekki fréttnæmt.
Hvers á flokkurinn gjalda?
Frjálslyndir með 9,3% í NV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
olafia-herborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 9923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona svo sannarleg að fjölmiðlar fari að sjá að sér. Batnandi manni er best að lifa. Ég vona svo sannarlega að við fáum tækifæri núna til að láta í okkur heyra með sanngjörnum hætti. Baráttukveðjur austur
Helga Þórðardóttir, 19.4.2009 kl. 00:26
Ég mun aldrei kjósa rasistaflokk.
Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 01:15
Heil og sæl; Ólafía Herborg, sem og þið önnur, hver geyma hennar síðu og brúka !
Megi ykkur; farnast hið bezta, einnig, Ólafía og Nafna mín Þórðardóttir.
Hilmar minn ! Still þú kompás þinn; að nýju. Rasistar eru; eins og ég hefi útskýrt margsinnis, mannfræðingar þeir - hverjir kunna, að skilgreina eiginleika kynþáttanna, ágæti drengur.
Þau Guðjón Arnar; hafa einungis vit á fiskveiðum og meðhöndlun fiskjar, á sjó og landi - sem og flestum þátta landbúnaðar starfa, til sveita. Ekki því; hvort Kínverjar séu með hærri kinnbein, en við - mis vel heppnaðir hvítingjarnir, hér í vestrinu, Hilmar minn, svo eitt dæma sér tekið - all margra.
Persónulega; finnst mér guli kynstofnin bera af - að öllum hinum, ólöstuðum.
Svo er; allt annað mál - hverja kalla má : Rass vasa ista, Hilmar minn.
Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 02:17
Mæl þú manna heilust Ólafía og bestu kveðjur austur.
Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 07:13
Helga þakkir fyrir góðar kveðjur og ég sendi ykkur bráttu kveðjur til baka í ykkar baráttu
Hilmar Gunnlaugsson: Ég get ekki skilið þessa rasistaáráttu þína í garð flokksins, við eigum það síst skilið.
Formaðurinn okkar er til margra ára giftur konu sem er af erlendum uppruna og enginn sem ég þekki eða veit um er neitt á móti fólki sem á sér annann bakgrunn en að hafi fæðst og alist upp hér. Ég held að þú sért sjálfur rasisti inn við beinið fyrst þetta er þér svona ofarlega í huga.
Óskar Helgi og Sigurður, ég þakka ykkur fyrir innlitið og góðar kveðjur.
Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 12:22
Ég er enginn rasisti og myndi kæra ykkur fyrir þessi ummæli en það tekur því ekki enda þurrkast flokkurinn út eftir minna en viku.
Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 15:56
Komið þið sæl; á ný !
Hilmar minn ! Hálf; aumkunarverð er, þessi lítilsiglda yfirlýsing þín, og fremur þess valdandi, að kalla fram hlátur, eða þá,...... í bezta falli vorkunn, í þinn garð.
Gættu að; ágæti drengur. Þú heggur hér, á báða bóga, með þessum digurbarkalegu yfirlýsingum, í garð hrekklausra og góðgjarnra félaga minna, í hinum Frjálslynda flokki - og sér þér svarað, af einurð og ákveðni, setur þú upp einhverja helvítis skeifu, Hilmar minn.
Svona;;; taktu í hnakka drambið á sjálfum þér, og biddu þau Guðjón Arnar ÖLL, afsökunar, á þessarri innbyrlinga þrákelkni þinni.
Værir; maður að meiri, Hilmar minn. Ráðlegging mín; þér til handa, er vel meint og eindrægni einni saman.
Með; hinum beztu kveðjum, sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:24
af eindrægni, átti að standa þar. Afsakið; helvítis klaufaskapinn, gott fólk.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:26
Það væri virkilega gaman að sjá þig kæra OKKUR fyrir þessi ummæli, eins og þú orðar það Hilmar.
Í fyrsta lagi er ekki fordæmi fyrir því í íslenskri dómaframkvæmd að þú hefðir mikið uppúr krafsinu þar, aftur á móti eru ekki margir mánuðir síðan að féll dómur í hæstarétti þar sem svipuð kæra og þín kæra myndi vera og þar var ekki fallist á með sækjandanum. Sem þó hafði mun meira til máls en þú.
Í öðru lagi væri mun nær fyrir OKKUR, og þá er ég að tala um frjálslynda flokkinn, að kæra þig fyrir að kalla okkur rasistaflokk. Við gætum þá hugsanlega öll, félagar í flokknum, farið í mál við þig svona enn frekar. 1700 kærur þar takk fyrir!
Í þriðja lagi skil ég bara hreinlega ekki hvaða OKKUR þú ætlar að kæra fyrir ummælinn hennar Ollu, það vel þekki ég hana að hún þarf ekki að fara í skjól með það sem hún segir. Mættir taka hana þér til fyrirmyndar í staðinn fyrir að vera með svona upphrópanir sem allir eru orðnir dauðþreyttir á að hlægja að.
Svo bið ég þig um að fara að sofa svo þú vaknir kannski á árinu 2009 og komist þannig af árinu 2007. Hlýtur að vera hrikalega leiðinlegt að vera svona á eftir.
Eiríkur Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 18:55
Góður pistill Ólafía, sannarlega orð að sönnu.
Hvað varðar Hilmar þennan, sem ég hef séð um allt blogg, hingað og þangað leggja inn þessi sömu orð, er ég komin með yfir mig nóg af. Ég er með uppástungu sem ég vil biðja fólk að athuga.
Hilmar er fordómafullur í garð okkar FF fólks og ég hef hann grunaðan um að gúggla nokkrum sinnum á dag og finna færslur tengdar FF, til þess eins og koma með svona kaldar kveðjur til okkar á. Það er búið að marg reyna að koma vitinu fyrir manninn, en hann heldur þráhyggjunni áfram og mér sýnist ekkert lát á.
Varla vill þessi maður að við gerum slíkt hið sama. Margar hendur vinna létt verk.
Addý (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 03:45
Óskar. Finnst þér ekki að flokkurinn ætti frekar að biðja þjóðina afsökunar á rasismanum sem þeir hafa boðað og sverja þann stimpil af sér, séu þeir ekki rasistar? Ég hef aftur á móti rökstutt mál mitt vel og þú getur séð það í grein minni "Er rasismi að gagnrýna rasista?".
Eiríkur. Ég hef skoðað það mál sem kom upp með meintan rasisma ákveðins manns. Það þótti vafa leika á hvort maðurinn væri rasisti eða ekki og þar sem ekki tókst að hreinsa hann af þeim stimpli þá var ekki talið að um meiðyrði væri að ræða. Ég er enginn rasisti og það leikur enginn vafi á því. Þú getur engin ummæli fundið eftir mig sem benda til annars.
Fjölmargir einstaklingar fyrir utan mig hafa kallað ykkur rasistaflokk t.d. stjórnmálamenn og blaðamenn og vísað í ummæli sem benda til þess að svo sé. Fyrir nokkru skrifaði t.d. Kolbrún Bergþórsdóttir ágætis pistil í Morgunblaðið um flokk ykkar. Ég reikna ekki með að þið hafið mál í höndunum og bendi sérstaklega á að systurflokkar ykkar erlendis eru reglulega kallaðir rasistaflokkar og fordæmdir sem slíkir, ég ætlast einfaldlega til að hið sama sé gert á Íslandi.
Ólafía er meðlimur flokksins og talar í nafni hans á þessari síðu. Flokksmeðlimir hafa sömuleiðis tekið þátt í einelti gegn mér vegna lýðræðislegrar gagnrýni minnar á flokkinn. Ég hef talað við lögfræðing vegna málsins og mun sjá til hvað ég geri. Mestar líkur tel ég þó á að ég aðhafist ekkert enda held ég að það taki því ekki.
Ég hef vaknað á árinu 2009 býsna lengi núna en það breytir því ekki að rasisminn frá 2007 mun fylgja ykkur svo lengi sem þið sverjið hann ekki af ykkur og biðjist opinberlega afsökunar eins og ég hef margbent ykkur á.
Addý. Ég er ekki fordómafullur í garð flokksins en mér er frjálst að gagnrýna hann.
Hilmar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 12:51
Hilmar, ég er ekki sammála þér, mér finnst þú svo fordómafullur í garð FF að það jaðrar við þráhyggju. Það er mín skoðun.
Ég get líka ekki annað en tekið það til mín, verandi í þessum félagsskap, þegar þú skrifar að flokkurinn sé rasistaflokkur, því flokkurinn er fólkið sem í honum er. Afhverju læturðu það ekki nægja að eiga þetta við þá einstaklinga sem þú talar um að hafi valdið þessu og tjáir þig á þeirra síðum? Afhverju seturðu þetta á allar síður þar sem minnst er á FF? Sennilega af því þú vilt vinna tjón og þér er alveg sama þó ég eða aðrir sem eitthvað vinnum fyrir flokkinn, tökum þetta til okkar og líði allt annað en vel með það að vera úthrópaðir rasistar.
Þú neitar að horfast í augu við hvað svona orð geta gert einstökum meðlimum flokksins og það sem ég hef lesið eftir þig finnst mér ekkert annað en illgirni. Og svo hótar þú að kæra. Það hýtur að vera hámark hrokans!
Þér eins og öðrum er frjálst að gagnrýna, en eins og áður sagði þá finnst mér þetta ekkert í átt við gagnrýni, heldur þráhyggja, illgirni og fordómar. Og ef mér finnst það þá hlýtur mér að vera frjálst að gagnrýna þig á nákvæmlega sama háttinn.
Addý (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:28
Ég minnist þess þegar ég var á fermingaraldri að óknyttastrákur, riðvaxinn og rauðhærður, sem átti heima í götunni gerði iðulega hróp að vegfarendum en mest þótti honum gaman að því að fara út í sjoppu og gera at eins og kallað var. Það gekk á með þessu þangað til skynsöm eldri kona gaf unglingsstúlku sem afgreiddi í sjoppunni það heilræði að láta sem hún sæi ekki pörupiltinn. "Svo skal leiðum svara að ansa honum engu", sagði gamla konan. Þetta vað til þess að þessi ógæfusami unglingur lét af dólgshættinum og fór að gefa sig að heimanáminu sem hann hafði trassað og komst síðar til manns öllum að óvörum nema gömlu konunni sem sagði að "hún hefði alltaf haft trú á Hilmari".
Sigurður Þórðarson, 22.4.2009 kl. 22:49
Addý. Það þarf auðvitað fordæma rasismann og FF hefur stutt hingað til. Ef þið viljið sverja hann af ykkur þá þurfið að biðjast opinberlega afsökunar á rasistamálflutningnum og draga fáránlega stefnu flokksins í innflytjendamálum til baka.
Sigurður. Þetta segir allt um viðhorf þitt til lýðræðis. Af hverju er FF eini flokkurinn sem ekki má gagnrýna?
Hilmar Gunnlaugsson, 30.4.2009 kl. 13:26
http://eirikurgudmundsson.blog.is/blog/eirikurgudmundsson/entry/150164
Lestu þetta Hilmar og svaraðu mér því hvað sé fáránlegt við þetta?
Eiríkur Guðmundsson, 30.4.2009 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.