16.4.2009 | 23:26
Líf í þágu tillitsemi og mannúðar
Þeir sem hafa alist upp við það að umgangast dýr skilja í hvaða stöðu fólkið á Sléttu er. Það er ekki eingungis um að ræða hvaða skilningur er lagður í því að hvort þetta sé vilt dýr eða heimilsdýr. Reglugerðir er hægt að aðlaga aðstæðum hverju sinni og það ætti að vera hægt í þessu tilfelli.
Getur sá sem tekur ákvörðun eða setur reglurnar í þessu einstaka tilfelli ekki sett sig í spor barnanna sem hafa gefið þessum hreindýrskálfi og klappað honum og gert undanþágu. Þetta er einstakt tilfelli sem á örugglega ekki eftir að endurtaka sig allaveganna ekki oft.Þetta er ekki lengur vilt hreindýr heldur gæludýr á heimili og það á að meðhöndla það sem slíkt.
Ekki blanda pólitík í þetta, það er óþarfi að gera ljóta hugsun úr þessu máli með Líf hreindýrskálf.
Það var heppni að umhverfisráðherra gat gefið sér tíma til að athuga málið sjálf og kannað aðstæður í eigin persónu en ekki bara senda bréf og skipa öðrum að framkvæma verkið. Hún var jú stödd fyrir austan til að taka fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag og undirritaði við það tækifæri reglugerð um stækkun þjóðgarðsins til norðurs. Verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum.
Í Gestastofunni á Skriðuklaustri verður sett upp kynning á þjóðgarðinum og þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans, gönguleiðir, náttúrufar, sögu, þjónustu og afþreyingu. Ljúka á byggingu gestastofunnar fyrir 15. maí 2010. Gestastofur verða meginstarfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs og þaðan verður landvörslu og daglegum rekstri hvers rekstrarsvæðis þjóðgarðsins stjórnað. Gestastofan á Skriðuklaustri verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum.
Í ferðinni þáði umhverfisráðherra einnig heimboð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Sambandið sendi umhverfisráðherra heimboð í febrúar síðastliðnum og óskaði eftir að fá að kynna fyrir henni þau áhrif sem stóriðja hefur haft á landsfjórðunginn. Umhverfisráðherra snæddi hádegisverð í Ráðhúsinu Reyðarfirði með Helgu Jónsdóttur bæjarstýru, Guðmundi R. Gíslasyni, forseta bæjarstjórnar og Smára Geirssyni, formanni Fjarðabyggðarhafna. Umhverfisráðherra fór síðan í skoðunarferð um Reyðarfjörð og nærsvæði og heimsótti m.a. ábúendur á Sléttu sem hafa alið hreindýrskálf frá því í fyrravor. Þá spjallaði umhverfisráðherra við þau Jónínu Rós Guðmundsdóttur, formann bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og Óðinn G. Óðinsson, verkefnis og þróunarstjóra, yfir kaffibolla á Hótel Héraði. Að því loknu hélt umhverfisráðherra að Skriðuklaustri þar sem hún tók skóflustungu að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og undirritaði reglugerð um stækkun þjóðgarðsins.
Mun tryggja að Líf fái líf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
olafia-herborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 9923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er kanski misminni hjá mér - en mér finnst einhvernveginn að það búi líka fólk fyri austan - er stjórnin nokkuð að spá í að það fái líka að lifa - þótt ekki væri til annars en að hugsa um kálfinn - þangað til honum verður sleppt og hann skotinn af kátum skotveiðimanni ?
Þetta er svona með ómerkilegri kosningatrixum - að kyssa börnin fyrir kosningar er hallærislegt - þetta er verra - enda - ef dósaberjarastjórnin heldur velli verður fátt til að lifa fyrir.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2009 kl. 06:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.