30.3.2009 | 12:25
Hvað þarf að gerast til að stjórnvöld sjái að þetta er ekki hægt
Það er eitt víst að ekki vildi ég vera í spörum þessara konu. Hvenær verður komið á aðstöðu á Héraði til þess að konur þurfi ekki að lenda í svona kringumstæðum. Ein vinkona mín þurfti tvisvar að fæða börn sín við kringumstæður sem ekki eru boðlegar neinum. Í fyrsta skipti fæddi hún barnið næstum því í bíl en það slapp svo að hún komst á Sjúrkrahúsið á Neskaupsstað. Í seinna skiptið fæddi hún barnið í flugvél á leiðinni til Akureyrar. Er þetta mönnum bjóðandi? Hvað myndu konur á Reykjavíkursvæðinu segja ef þær þyrftu að fara þessa leið til að fæða börn sín?
Á landsbyggðin að þurfa að láta bjóða sér svona hluti vegna þess að þeir eru færri?
Kona í barnsnauð á fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
olafia-herborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fagridalurinn er nú ófær líka svo að hún hefði nú ekki komist uppí hérað heldur. Ég spyr mig hvað var kona í þessu ástandi að gera undir stýri??? 112 svarar líka fyrir ausfirði ef maður er ekki með bílstjóra og er að fara að eiga barn.
Lindan, 30.3.2009 kl. 12:34
Hún var ekki undir stýri, það láðist nú að nefna að faðir barnsins var með í för.
Hilma (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:44
Það verður að taka það fram að hlutfall kvenna sem fæða við þessar kringumstæður réttlætir ekki margra miljóna útgjöld fyrir þegna þessa lands.
Það er hins vegar full ástæða til að spara fæðingardeildar á Selfossi og í Reykjanesbæ og nýta fjármagnið til annars. Ef við ætlum að byggja upp sömu aðstöðu fyrir alla landsmenn þá væri slíkt afar dýrt. Konur sem öllu jöfnu eru heilbrigðar á meðan þær ganga með börn sín gera ráðstafanir þegar nær dregur fæðingu. Konur á Þórshöfn, Dalvík, Hrísey, Grímsey, Vík í Mýrdal...og svo mætti lengi telja.
Það þarf að vera skynsemi í því þegar tekin er ákvörðun um í hvað er eytt þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar.
Kveðja Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:55
Helga Dögg, ertu fífl? Spara fæðingadeildar í Reykjanesbæ og á Selfossi? Er bara sjálfgefið að allir vilji eða getið farið til Reykjavíkur til að fæða börn. Á Reykjanesinu eru yfir 20.000 manns og það þarf engan eldflaugavísindamann til að reykna það út að það er býsna mikið af börnum sem fæðast á svæðinu.
Þessi bévítans borgarmenning verður að fara að breytast. Það eru fleiri staðir á landinu en bara Reykjavík og á meðan fólk býr það þá þarf að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Þú talar um ýmsa staði hér fyrir ofan, eigum við ekki bara að gera kröfur á alla að fæðingar verði bara í Reykjavík. Skítt með Selfoss, sem þjónar öllu Suðurlandinu. Lokum líka á Akureyri. Fyrst fólk í syjunum þarf kvort eð er að koma í land þá getur það bar farið til Reykjavíkur. Egilstaðir, hvað er það? Keyra til Reykjvíkur á sjúkrahús.
Ef á að spara einhversstaðar þá þarf að gera það á höfuðborgarsvæðinu. Þar er uppistaða þess ástands sem er í þjóðfélaginu núna og það er án efa hægt að taka til á ýmsum stöðum þar.
Eiríkur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:44
Hvað þarf að gerast?
Jú, það þurfa nokkur mæðgin eða mæðgur að drepast, svo þetta verði endurskoðað. Afhverju gekk þetta miklu betur áður?
j.a. (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:50
Eiríkur já það er gefið, þessa Helga stígur ekki í vitið.
Myndir þú Helga, láta bjóða þér uppá þetta? Er sjálfsagt að ákveðin hópur kvenna þurfi að leggjast í útgjöld vegna fæðinga? Leiga á húsnæði, fjarvera við maka og önnur börn og jafnvel þurfa að sætta sig við að stuðningasðilli geti ekki verið með í fæðingu? Er bara sjálfsagt að konur og menn á landsbyggðinni þurfi stanslaust að leggja út fyrir "ókeypis" þjónustu sem þau sem skattgreiðendur hefa þegar lagt út fyrir? Eru skattar mínir minna virði en þínir Helga?
Djöfull ÞOLI ég ekki þankagang malbiksrottna sem hafa engann skilning á þjónustuleysi heilbrigðisgeirans á landsbyggðinni. Við þurfum að púnga út fyrir ferðum fram og til baka til sérfræðinga og fáum lítið endurgreitt af útlögðum kostnaði, hvort sem um ræðir keiluskurði eða hjartaþræðingar.
Það er greinilegt að skattar á höfuðborgarsvæðinu vega mun þyngra en þeir sem koma að landsbyggðinni.
Ingunn (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:00
það sem þarf að gera er að bora jarðgöng milli staða sem búa við svona aðstæður. Þá er hægt að samnýta margt, miklu fleira en fæðingardeildir og sjúkrahús, auk þess sem það stímulerar bæði þjónustu og atvinnusköpun. Fæðingardeild á Heraði getur verið ágæt fyrir Héraðsbúa, en hún hefði ekki gagnast neinum öðrum í nótt sem leið. Hins vegar hefðu jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar í gegnum Mjóafjörð og ög önnur þaðan til Héraðs og frá Norðfirði til Eskifjarðar gert gæfumuninn við aðstæður sem þessar. Jarðgöng eru framtíðin, ættu að vera nútíðin.
Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:14
Mér finnst nú í lagi að menn gæti hófs í orðavali sínu þegar verið er að ræða mál af þessum togi og kurteisi kostar ekkert. Því miður eru ekki til peningar til alls sem landanum langar til og enn síður í dag eftir að útrásarmenn þjóðnýttu peningana okkar og þyngdu byrgðar á komandi kynslóð.
Ég var spurð hvort ég léti bjóða mér þetta. Það hef ég gert, bæði í Danveldi og hér á landi þar sem í þurfti í tveim af fjórum fæðingum að aka um 40-50 kílómetra til að fæða börn mín. Það vissi ég nú reyndar áður en ég varð ófrísk og við engan að sakast nema mig.
Margar af þeim færslum sem eru hér að ofan eru skrifaðar af tilfinningu en ekki röksemd og það finnst mér miður. Það miðar lítið þegar rök fyrir máli eru þannig færð fram.
Helga Dögg (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.