23.3.2009 | 13:35
Farið hefur fé betra
Ég veit að maður á ekki að skrifa neitt óhugsað en ég get ekki sleppt því þetta sinn.
Ég er ekki reynd í neinu flokka starfi en tók í fyrsta sinn þátt í Landsþingi Frjálslyndra á Stykkishólmi f.rúmri viku ásamt fl. sem komu að austan. Þar var Ásgerður Jóna kjörin varaformaður flokksins með einhverjum meirihluta sem var að mínu áliti mest tilkominn af því að stuttu fyrir kjörið komu inn á þingið hópur vina hennar sem annars sátu ekki þingið. Þeim virðist hafa verið leiðbeint um hvað þeir ættu að kjósa t.d. í miðstjórn því að einn sem sat við sama borð var vitni að því að Á.J.F. lét ganga lista sem hún var búin að fylla út og hennar lið átti svo að hafa að leiðarljósi. Flestir þeir sem við Austfirðingarnir spjölluðu við mæltu með Kolbrúnu Stefánsdóttur sem varaformanni en hún fékk ekki nógu mörg atkvæði e.t.v vegna óheiðarlegra vinnubragðra Á.J.F.
Ég er eins og ég sagði í byrjun ekki með reynslu í pólitík og veit því ekki hvort svona vinnubrögð er algeng en mér líkar þau ekki. Hef aldrei kunnað að meta það að fólk komi sér áfram á kostnað annara, vil frekar að það sé gert samkvæmt eginn verðleikum. Af hverju Á.J.F. taldi sig þurfa að tryggja fjölda atkvæða með smölun verður hún ein að tjá sig um, ef hún hefur unnið með hag flokksins að leiðarljósi þann tíma sem hún hefur verið í flokknum átti hún ekki að þurfa að beita neinni smölun. Kolbrún Stefánsdóttir þurfti þess ekki, hún virðist vera með hreina samvisku og styð ég hana því til að taka við sem varaformaður. Hún hefur framkomu sem er til fyrirmyndar og hann ég vel að meta svoleiðis framkomu.
E.t.v er nú lokið hreinsun úr flokknum og hann getur hafið starf samkvæmt sinni stefnuskrá sem er til fyrirmyndar. En annað er það sem ég er hissa á og það er hversu fjölmiðlar eru fljótir til að birta neikvæðar fréttir í garðs flokksins en birta síður jákvæðar fréttir. Vil ég t.d. benda á að í framboði fyrir norðausturkjördæmi er úrvals lið með Ástu Hafberg, unga kjarnakonu í 1. sæti. Með hana fremmsta í flokki er flokkurinn með konu sem þekkir til allra þeirra hluta sem nauðsynlegt er fyrir hinn almenna kjósanda. Þegar hún verður komin inn á þing mun hún vinna heiðarlega með hagsmuni kjósanda að leiðarljósi en ekki með þá hugsun að koma sér sjálfri áfram´.
Ásgerður hættir í Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Um bloggið
olafia-herborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"E.t.v er nú lokið hreinsun úr flokknum" .... váts - yrði flokkurinn ekki bara tandurhreinn ef enginn væri í honum?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.3.2009 kl. 14:10
Óheiðarleiki og baktjaldamakk einkennir þennan flokk... fram og til baka.
Jón Ingi Cæsarsson, 23.3.2009 kl. 15:31
Komdu sæl.
Viltu meina að eiginmaður Ásgerðar, dóttir, bróðir og sonur hans hafi ekki mátt koma á landsþingið, nema kallað væri smölun ?
Ef ættmenni viðkomandi aðila telst smölun þá þyrfti að öllum líkindum ekki aðeins að endurtaka landsþingið heldur nokkuð marga fundi þar sem ákvarðanataka hefur farið fram að ég tel.
Ásgerður Jóna hefur ekki þurft að koma sér áfram á kostnað annarra, svo mikið er víst.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.