Gleðilegar fréttir

Mikið var að það komu einhverjar jákvæðar fréttir inn á fjölmiðlana. Flestir verða svartsýnir bara út af því að allar fréttir sem birtast eru á neikvæðum nótunum. Af hverju leggja fréttamenn sig ekki eftir einhverju gleðilegu í skammdeginu sem leggst illa í marga. Svo ekki sé nú minnst á ástandið í landinu og heiminum. T.d er ekki talað við þá sem njóta velvildar erlendis bara þá sem fá leiðinlegt viðmót. Persónulega veit ég um nokkra námsmenn þar á meðal einn í Englandi sem fá boð um aðstoð frá samnemendum sínum og vinum. Og ekki eru allir reknir út úr búðum því að ekki er hægt að flokka fólk eftir þjóðerni sem staðgreiðir eða er með erl. reikinga.

Mér finnst að yfirmenn stærstu fyrirtækjanna ásamt ráðamönnum þjóðarinnar ættu allir sem einn að bjóðast til að lækka launin sín og leggja sitt af mörkum að sem flestir geti haldið vinnunni og fengið útborgað. Hvað hafa menn við að gera hátt í 2 millj. í mánaðarlaun og að auki fá svo risnu og allann kostnað greiddan ef þeir hreyfa sig sönn frá rassi. Það mætti lækka launin hjá þeim niður í 1/2 millj. og þeir sem búa vel ættu vel að geta látið það duga. Þeir ættu að hugsa um það að það eru margar fjölskyldur sem hafa einungis 1/3 af því til ráðstöfunar til að halda heimili og þeir fá ekki ferðastyrk, bílastyrk og fatapening og ýmislegt fl. sem td. alþingismenn og aðrir í æðstu stöðum landsins fá í kaupauka. Þetta mætti vel setja sem lög á Alþingi og það strax, en ekki vera að eyða tímanum í að bíða og bíða eftir einhverju láni sem svo að öllum líkindum er ekkert hagkvæmt að taka.

Mætti ekki kalla til einhverja sem hafa betra vit á því að lifa af því sem þeir afla en ekki þá sem eru vanir að hafa allt til alls?


mbl.is Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Hvernig væri að tala um verkafólk sem ekki fær vinnu, frekar en einhverja fræðinga sem geta fengið vinnu erlendis, sem verkafólk á ekki svo auðvelt með. Ert þú kanski einhver fræðingur með örugga vinnu eða átt auðvelt með að fá vinnu erlendis. Ein af þeim sem haldin er mentasnobbi. ?

brahim, 13.11.2008 kl. 23:26

2 identicon

Sæll Bramin.

Bara til gamans og fróðleiks, þá er ég ómenntuð alþýðukona sem er alin upp í fjölmennum systkinahóp í sveit.

Menntun var að skornum skammti en samt gátum við flest systkinin menntað okkur á hinum ýmsum brautum s.s. smiður, bílvirki og þess háttar. Ég er að vísu eins og er í tiltölulega öruggu starfi í þjónustu við ferðamenn sem er ein af þeim leiðum sem á að efla. Ef þú hefðir lesið það sem ég gerði athugasemd við var einmitt það að efla störf fyrir fólk sem hefur misst vinnuna og láta fræðingana í Seðlabankanum lækka launin sín svo að ríkið hafi meira fjármagn til að gera eitthvað fyrir fólk sem á þess ekki kost að fara annað í vinnu. Það er heldur ekki besti kosturinn því ef við missum besta fólkið úr landi er þjóðin ekki vel sett. En þér til fróðleiks eru þá þegar 5 manns úr minni fjölskyldu búnir að fá uppsagnarbréf og þar á meðal 2 úr sömu fjölskyldunni. Svo ekki segja að þetta snerti ekki alla

Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

olafia-herborg

Höfundur

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Kona á besta aldri með sjálfstæðar skoðanir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Guðjón Arnar
  • FlyerA5nordaustur
  • Ásta Hafberg 14
  • 2.Eiríkur Guðmundsson
  • 1.sæti Ásta Hafberg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 9923

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband