12.2.2010 | 23:46
Rétt skal vera rétt og réttlætið sigrar að lokum
Frjálslyndir fá árlegan styrk
Frjálslyndi flokkurinn gagnrýndi það harðlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að veita Borgarmálafélagi F-listans árlegt rúmlega þriggja milljóna króna fjárframlag sitt í hitteðfyrra.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi stofnaði Borgarmálafélagið vorið 2008, og það ár greiddi borgin styrkinn á reikning þess félags. Ólafur hafði þá sagt sig úr Frjálslynda flokknum. Fyrrum félagar hans sökuðu hann um að draga sér fé frá flokknum.
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hreinsaði Ólaf af þessum ásökunum en taldi engu að síður mikla óvissu ríkja um það hverjum bæri að greiða framlagið í fyrra og lagði til að það yrði lagt inn á biðreikning og bankinn myndi svo skera úr um hver mætti taka peningana út af reikningnum.
Sjá má þessa frétt á Ruv.is
Borgarlögmaður lagðist gegn þessari leið en óskaði eftir áliti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málinu.
Nú liggur álitið fyrir og þar segir að Frjálslyndi flokkurinn eigi rétt á framlaginu. Þá segir að ráðuneytið efist ekki um að Borgarmálafélag F-lista sé lögmætt stjórnmálaafl en það hafi ekki boðið fram í síðustu kosningum og lögum samkvæmt sé það skilyrði fyrir fjárstyrk frá sveitarfélagi.
Einnig sé ljóst að fjárframlagið sé ætlað stjórnmálasamtökum en ekki kjörnum einstaklingi.
Þótt álit ráðuneytisins sé ekki bindandi hefur Reykjavíkurborg ákveðið að fara eftir því.
frettir@ruv.is
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Um bloggið
olafia-herborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 9923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er svo sjaldan í netsambandi þegar ég er að vinna hér fyrir austan. En ánægð er ég með þessa niðurstöðu. Kem heim helgina 27-28 febr. Kv
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 14.2.2010 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.