Færsluflokkur: Dægurmál

Gleðilegar fréttir

Mikið var að það komu einhverjar jákvæðar fréttir inn á fjölmiðlana. Flestir verða svartsýnir bara út af því að allar fréttir sem birtast eru á neikvæðum nótunum. Af hverju leggja fréttamenn sig ekki eftir einhverju gleðilegu í skammdeginu sem leggst illa í marga. Svo ekki sé nú minnst á ástandið í landinu og heiminum. T.d er ekki talað við þá sem njóta velvildar erlendis bara þá sem fá leiðinlegt viðmót. Persónulega veit ég um nokkra námsmenn þar á meðal einn í Englandi sem fá boð um aðstoð frá samnemendum sínum og vinum. Og ekki eru allir reknir út úr búðum því að ekki er hægt að flokka fólk eftir þjóðerni sem staðgreiðir eða er með erl. reikinga.

Mér finnst að yfirmenn stærstu fyrirtækjanna ásamt ráðamönnum þjóðarinnar ættu allir sem einn að bjóðast til að lækka launin sín og leggja sitt af mörkum að sem flestir geti haldið vinnunni og fengið útborgað. Hvað hafa menn við að gera hátt í 2 millj. í mánaðarlaun og að auki fá svo risnu og allann kostnað greiddan ef þeir hreyfa sig sönn frá rassi. Það mætti lækka launin hjá þeim niður í 1/2 millj. og þeir sem búa vel ættu vel að geta látið það duga. Þeir ættu að hugsa um það að það eru margar fjölskyldur sem hafa einungis 1/3 af því til ráðstöfunar til að halda heimili og þeir fá ekki ferðastyrk, bílastyrk og fatapening og ýmislegt fl. sem td. alþingismenn og aðrir í æðstu stöðum landsins fá í kaupauka. Þetta mætti vel setja sem lög á Alþingi og það strax, en ekki vera að eyða tímanum í að bíða og bíða eftir einhverju láni sem svo að öllum líkindum er ekkert hagkvæmt að taka.

Mætti ekki kalla til einhverja sem hafa betra vit á því að lifa af því sem þeir afla en ekki þá sem eru vanir að hafa allt til alls?


mbl.is Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfarir á Austurlandi

Hversu miklar og merkilegar eru framfarirnar á Austurlandi.

Mikið er talað um hvað sé búið að gera mikið fyrir alla Austlendinga og þakkar Framsóknarflokkurinn sér það að mestu. En hvað tekur við eftir að allt er búið, jú einhverjir hafa fengið vinnu við Álverið og örfáir við Kárahnjúkavirkjun. Hef ekki upplýsingar um hversu margir svo að ég bið afsökunar á því fyrirfram. En hitt veit ég að það hafa ekki allir fengið vinnu við sitt hæfi og ekki er útlit fyrir að þeir fái neina vinnu í bráð. Og einnig vil ég benda á það að mörg smærri fyrirtæki hafa átt erfitt uppdráttar s.s. verslanir í ýmsum þjónustuflokkum. Fyrir nokkrum árum voru hér m.a. barnafataverslun, skóverslun, kvennfataverslun, bókabúð og ekki síðst má nefna 118 sem var góður kostur fyrir konur á besta aldri en nú er þetta allt horfið. Þjónustustöð  118 var færð á Suðurnesin að því að sagt er til að bæta fyrir brotthvarf hersins. Búið var að lofa því að þessi þjónustustöð yrði efld og fleiri gætu fengið vinnu en ég spyr hvað kom í staðinn hér á Austurlandi. Hvað gera konur sem vilja geta sótt börn sín í leikskóla og hætt að vinna á skikkanlegum tíma? Ekki fara þær á þungavinnuvélar upp við Kárahnjúka eða vinna í mötuneytum. Mér er fyllilega kunnugt um að þessi vinna í mötuneytum er þrælavinna frá því kl. 06. á morgnana og stundum langt fram á kvöld. Og því spyr ég Valgerði, Birkir, Steingrím J., og hina sem hafa verið að hæla sér af því hvað sé allt blómlegt hér á Austurlandi, hvað með framtíðina. Byggt er að miklu kappi, og selt á uppsprengdu verði enn sem komið er, en hvað verður eftir Virkjun? Og hvað með jaðarbyggðirnar s.s. Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og svipaða staði, hvað er gert fyrir þá staði?

Fleira mætti benda á sem miður fer hér á Austurlandi og ég vil taka það fram að ég er bjartsýn að eðlisfari og vil að allt fari á hinn besta veg. En innbyggð raunsæi segir mér að ekki er allt sem sýnist. Mikið er talað hér um þetta og sumir bíða með að kaupa sér eignir þangað til að þær lækki í verði. Bankarnir jú keppast við að bjóða að því þeir segja góð lán en hvað með afborganirnar? Hversu margir vörubílar sem keyra hér um götur og eyðileggja þær eru fjármagnaðar með lánum og eins má spyrja um alla flottu jeppana?

Fyrir stuttu var hér ungur maður sem keypti og keypti og hann keyrði um á flottum jeppa og labbaði um með flotta skjalatösku og í flottum fötum. Nú má sjá allar eignirnar sem hann keypti á uppboði og segir það að eitthvað fór úrskeiðis en hvað það var veit enginn nema e.t.v. hann sjálfur. En á meðan allt lék í lyndi var talað um hvað þetta væri frábært framtak hjá þessum unga manni og talað um hversu gott væri að fá unga fólkið heim aftur.

En þeir starfsmenn Trésmiðju Austurlands sem ekki hafa fengið laun sín borguð hafa e.t.v. aðra sögu að segja. Þetta var 30 ára gammalt fyrirtæki á uppleið þegar eigandaskipti urðu og hefði átt að ganga vel í þessari miklu uppbyggingu en stendur nú lokað og mennirnir sem margir voru búnir að vinna í áraraðir eru annað hvort atvinnulausir eða komnir í aðra vinnu. Er þetta dæmi um að ekki er allt gull sem glóir. Mörg svona dæmi má nefna, eins og þá staðreynd að flest fyrirtæki hér eru orðin í eigu stórfyrirtæka á landsvísu s.s. Bónus, N1 og fl. En hvað tekur við þegar dregur úr mestu uppbyggingunni? Verður e.t.v. það sama og á Seyðisfirði eftir síldarárin miklu, þar stóðu tómar byggingar sem margar hverjar standa enn eins og draugar frá fortíðinni sem minna þá sem upplifðu síldarárinn á forna tíð. Þessar byggingar voru rúnar öllum verðmætum og þær fluttar í höfuðstöðvar fyrirtækanna annars staðar á landinu og hvarlar að sumum hvort hið sama gerist hér.

Spurning mín er til þeirra sem bjóða sig fram til Alþingis nú að þessu sinni er, hvað verður gert fyrir þá sem vilja vinna venjulega vinnu? og sinna sinni fjölskyldu og heimili?

 


Um bloggið

olafia-herborg

Höfundur

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Kona á besta aldri með sjálfstæðar skoðanir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Guðjón Arnar
  • FlyerA5nordaustur
  • Ásta Hafberg 14
  • 2.Eiríkur Guðmundsson
  • 1.sæti Ásta Hafberg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 9923

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband