18.2.2009 | 21:14
Jón er kominn heim
Ekki skil ég að menn geti verið þekktir fyrir að flakka á milli flokka jafnt oft og sumir skipta um nærbuxur eða svona næstum því. Skipta menn þá um forrit sem gefur Þeim nýja hugsjón og stefnu. Eitt er það sem mér finnst óréttlátt og það er að ef sitjandi þingmaðue segir sig úr flokki að hann sitji áfram á þingi. Hvað þá með þá kjósendur sem kusu viðkomandi þingmann sem var í framboði fyrir tiltekinn flokk, eru þeirra atkvæði þá einskins virði. Mín skoðun er sú að þessir einstaklingar eigi að víkja fyrir varamanni tiltekins flokks. Þeir ættu ekki að vera í nefndum sem þeir voru kosnir í fyrir þann flokk sem þeir fóru inn á þing fyrir heldurætti varamaður þingflokksins að taka sæti í þeim nefndum eða einhver annar þingmaður flokksins.
ÞETTA ER MÍN PERSÓNULEG SKOÐUN
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 00:37
Fráfarandi ráðherrar afsali sér biðlaunum
Allflestir íslenskir launþegar hafa einugis þriggja mánaða uppsagnarfrest hjá vinnuveitendum sínum. Þeir heppnu eiga rétt á einhverjum biðlaunum en ekki allir. Þetta á því við um þorra 12.800 manna og kvenna sem nú eru orðin atvinnulaus og einnig þá sem næstu mánuði muni missa atvinnu sína. Þess vegna er mikið órétti í því að sumir með hátt á aðra milljón í mánaðarlaun fái að halda þeim í mismunandi marga mánuði og sumir jafnvel mörg ár.
Fráfarandi ráðherrar ættu að sjá sóma sinn í því að afsala sér öllum sínum biðlaunum og vera með því fyrimynd annara velstæddra aðila. Eða þeir gætu óskað eftir því að þessari upphæð yrði ráðstafað til einhverja hjálparstofnunar. Þar finnst mér að Davíð Oddson ætti að ríða á vaðið og stíga fram fyrir fjölmiðla og lýsa þessu yfir. Þetta gæti virkað eins oft hefur tíðkast í hinum fjölmörgu söfnunum sem hafa skilað heilmiklum upphæðum. Sá sem kemur fram með slíka tillögu myndi skora á eihvern annann, t.d. Davíð á Geir og Geir á Þorgerði Katrín og Þorgerður gæti skorað á Jónas í Fjármálaeftirlituny og sv.framv.
Nú er bara að vera fyrstur til að sína sóma sinn og með því láta þjóðina bera meiri virðingu fyrir sér og taka á sig hluta af ábyrgðinni.
Fyrstur kemur fyrstur fær og á það við í þessu tilfelli heiðurinn á því að axla ábyrgð.
Ráðherrar afsali sér biðlaunarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 12:27
Biðlaun Jónasar og fl.
Jónas Fr. Jónsson, fráfarandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), ætti að skammast sín fyrir að þiggja þessi biðlaun. Hvað með verkmenn og aðra launþega sem ekki eru eins heppnir. Þessum launun ætti að skipta niður á þá sem ekki eru eins heppnir að hafa fengið feitan bita frá einhverjum velviljuðum. Davíð Oddson ætti líka að skammast sín og afsala sér sínum bið og eftirlaunum.
Vildi gjarnan fá útskýringu á hvort hann á að fara á margföld eftir/biðlaun, t.d. sem fyrrverandi borgarstjóri, fyrrverandi forsætisráðherra og svo í viðbót sem seðlabankastjóri.
Hvað kostar þetta þjóðina?
Hversu mörg verkamannalaun gerir þetta í heildina?
Stjórnin semur um kjör forstjóranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 11:33
Leyfi til hvalveiða afturkallað
Eitt af því sem mér finnst ekki rétt er það að ráðherrar séu að drita út einhverjum samþykktum í skjóli síðustu daga í embætti. Hefði viljað setja í lög frá Alþingi að óheimillt væri að gera slíkt.
Það er alkunnugt að ráðherrar virðist vera í ham og fá þessa óstjórnlegu þörf til að gera eitthvað slíkt áður en þeir hætta í ráðherrastóli
Það er eins og þeir vilji klára einhverja pakka til málefna sem þeim eru hugleikin og telja örugglega sig vera að gera góða hluti. En svo þarf sá sem situr í embættinu á eftir þeim að vinna í pakkanum.
Ég hefði viljað fá svör við eftirfarandi:
- Hversu miklar tekjur gefa þessar hvalveiðar þjóðarbúinu?
- Hversu margir fá vinnu við þessarveiðar?
- Hvernig eru áhrifin útaf við t.d. með tilliti til ferðaþjónustunnar ?
- Hætta e.t.v einhverjir ferðamenn við að koma til landsins út af þessu?
- Er farsælla að leggja meiri áherslu á að sýna hvalina lifandi?
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 16:03
Samtaka Austfirðingar
Þessi áskorun var send um allt Austurland og vonandi hefur þetta haft áhrif.
Ágætu Austfirðingar!
Stjórnir Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands hafa sent svohljóðandi áskorun á forsvarsmenn RUV og þingmenn okkar kjördæmis í sniglapósti og tölvupósti, sem og á fjölmiðla. Við hvetjum núna alla Austfirðinga í ferðaþjónustu- og menningarbransa um að klippa áskorunina inn í eigin tölvupóst og senda á útvarpsstjóra og aðra stjórnendur RUV.
Gott að bæta einhverju við frá eigin brjósti en aðalatriðið er að við sýnum samstöðu og látum í okkur heyra.
Þið getið tekið netföngin upp hér að neðan.
pall.magnusson@ruv;isbjarnig@ruv.is; bjarnik@ruv.is; sigruns@ruv.is; thorhallur.gunnarsson@ruv.is; odinnj@ruv.is;ruvak@ruv.is
Svæðissendingar halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 10:47
Kreditkortaferðamenn til Íslands
Mikið væri nú gott ef þessi fyrirtæki myndu muna eftir því að Íslandi tilheyrir líka landsbyggðin.
Margt er að sjá t.d. á Austurlandi sem hin almenni kreditkortahafi hefur aldrei heyrt um og fær ekki upplýsingar um. Hægt er að sjá ýmislegt fróðlegt og spennandi inn á www.east.is
13.11.2008 | 18:38
Gleðilegar fréttir
Mikið var að það komu einhverjar jákvæðar fréttir inn á fjölmiðlana. Flestir verða svartsýnir bara út af því að allar fréttir sem birtast eru á neikvæðum nótunum. Af hverju leggja fréttamenn sig ekki eftir einhverju gleðilegu í skammdeginu sem leggst illa í marga. Svo ekki sé nú minnst á ástandið í landinu og heiminum. T.d er ekki talað við þá sem njóta velvildar erlendis bara þá sem fá leiðinlegt viðmót. Persónulega veit ég um nokkra námsmenn þar á meðal einn í Englandi sem fá boð um aðstoð frá samnemendum sínum og vinum. Og ekki eru allir reknir út úr búðum því að ekki er hægt að flokka fólk eftir þjóðerni sem staðgreiðir eða er með erl. reikinga.
Mér finnst að yfirmenn stærstu fyrirtækjanna ásamt ráðamönnum þjóðarinnar ættu allir sem einn að bjóðast til að lækka launin sín og leggja sitt af mörkum að sem flestir geti haldið vinnunni og fengið útborgað. Hvað hafa menn við að gera hátt í 2 millj. í mánaðarlaun og að auki fá svo risnu og allann kostnað greiddan ef þeir hreyfa sig sönn frá rassi. Það mætti lækka launin hjá þeim niður í 1/2 millj. og þeir sem búa vel ættu vel að geta látið það duga. Þeir ættu að hugsa um það að það eru margar fjölskyldur sem hafa einungis 1/3 af því til ráðstöfunar til að halda heimili og þeir fá ekki ferðastyrk, bílastyrk og fatapening og ýmislegt fl. sem td. alþingismenn og aðrir í æðstu stöðum landsins fá í kaupauka. Þetta mætti vel setja sem lög á Alþingi og það strax, en ekki vera að eyða tímanum í að bíða og bíða eftir einhverju láni sem svo að öllum líkindum er ekkert hagkvæmt að taka.
Mætti ekki kalla til einhverja sem hafa betra vit á því að lifa af því sem þeir afla en ekki þá sem eru vanir að hafa allt til alls?
Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2007 | 10:54
Sigurjón Þórðarson, er athafnasamasti þingmaður sem kosinn hefur verið á Alþingi Íslendinga
Þeir kjósendur í Norðusturkjördæmi sem eru að ganga inn í kjörklefana í dag ætti að hugsa sig vel um. Hver er líklegastur til að framkvæma það sem hann eða hún hefur lofað?
Að mínu mati eftir kynni af þeim frambjóðendum sem eru í kjöri er það ekki spurning.
Sigurjón Þórðarson er sá athafnasamasti einstaklingur sem ég hef kynnst og mun ég hafa hann mjög ofarlega í huga þegar ég geng inn í kjörklefann í dag. En hvað með ykkur hin?
Búið að opna kjörstaði um allt land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 10:54
Oft er þörf en nú er nauðsyn
Samgöngur:
Frjálslyndi flokkurinn vill að í samgöngumálum verði sérstaklega horft til þess að bæta umferðaröryggi á þjóðvegum landsins. Einbreiðar brýr verði aflagðar og markvisst fækkað öðrum slysagildrum og mjóum vegum.
Meginmarkmið með nýjum vegum verði að stytta vegalengdir milli þéttbýlisstaða og landsvæða með varanlegum framtíðar lausnum svo sem jarðgöngum, þverun fjarða og þar með fullgerði Sundabraut.
Sjó-, og land og loftflutningum verði gert jafnhátt undir höfði í skattalegu tilliti.
Hertar verði reglur um flutninga á eldfimum og mengandi efnum.
Frjálslyndi flokkurinn leggur árherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem innanlands-og sjúkraflugvallar auk þess að vera mikilvægur varaflugvöllur fyrir millilandaflug ásamt Egilsstaðaflugvelli.
Einnig ber að efla Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvöll til framtíðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 10:08
Er hægt að bjarga þessu störfum með pólitískum aðgerðum?
Gera Reykvíkingar sér grein fyrir því hvað þessir 48 af 60 starfsmönnum Bakkavíkur myndu vera mikil prósentuhlutföll hjá t.d. einhverju stórfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu.
Og hversu stórt hlutföll þessir starfsmenn eru af heildaríbúum staðarins og miðað við þá útreikninga hvað væru þetta þá margir íbúar á Stórreykjavíkursvæðinu.
Áhyggjur af ástandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
olafia-herborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar