Líf í þágu tillitsemi og mannúðar

Þeir sem hafa alist upp við það að umgangast dýr skilja í hvaða stöðu fólkið á Sléttu er. Það er ekki eingungis um að ræða hvaða skilningur er lagður í því að hvort þetta sé vilt dýr eða heimilsdýr. Reglugerðir er hægt að aðlaga aðstæðum hverju sinni og það ætti að vera hægt í þessu tilfelli.

Getur sá sem tekur ákvörðun eða setur reglurnar í þessu einstaka tilfelli ekki sett sig í spor barnanna sem hafa gefið þessum hreindýrskálfi og klappað honum og gert undanþágu. Þetta er einstakt tilfelli sem á örugglega ekki eftir að endurtaka sig allaveganna ekki oft.Þetta er ekki lengur vilt hreindýr heldur gæludýr á heimili og það á að meðhöndla það sem slíkt.

Ekki blanda pólitík í þetta, það er óþarfi að gera ljóta hugsun úr þessu máli með Líf hreindýrskálf.

Það var heppni að umhverfisráðherra gat gefið sér tíma til að athuga málið sjálf og kannað aðstæður í eigin persónu en ekki bara senda bréf og skipa öðrum að framkvæma verkið. Hún var jú stödd fyrir austan til að taka fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri

http://www.austurglugginn.is/index.php/200904161680/Fljotsdalur/Ymislegt/Staekkun_thjodgards_og_skoflustunga_ad_gestastofu

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag og undirritaði við það tækifæri reglugerð um stækkun þjóðgarðsins til norðurs. Verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum.

vatnajk_khgestastofa_vefur.jpg

Í Gestastofunni á Skriðuklaustri verður sett upp kynning á þjóðgarðinum og þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans, gönguleiðir, náttúrufar, sögu, þjónustu og afþreyingu. Ljúka á byggingu gestastofunnar fyrir 15. maí 2010. Gestastofur verða meginstarfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs og þaðan verður landvörslu og daglegum rekstri hvers rekstrarsvæðis þjóðgarðsins stjórnað. Gestastofan á Skriðuklaustri verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum.

Í ferðinni þáði umhverfisráðherra einnig heimboð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Sambandið sendi umhverfisráðherra heimboð í febrúar síðastliðnum og óskaði eftir að fá að kynna fyrir henni þau áhrif sem stóriðja hefur haft á landsfjórðunginn. Umhverfisráðherra snæddi hádegisverð í Ráðhúsinu Reyðarfirði með Helgu Jónsdóttur bæjarstýru, Guðmundi R. Gíslasyni, forseta bæjarstjórnar og Smára Geirssyni, formanni Fjarðabyggðarhafna. Umhverfisráðherra fór síðan í skoðunarferð um Reyðarfjörð og nærsvæði og heimsótti m.a. ábúendur á Sléttu sem hafa alið hreindýrskálf frá því í fyrravor. Þá spjallaði umhverfisráðherra við þau Jónínu Rós Guðmundsdóttur, formann bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og Óðinn G. Óðinsson, verkefnis og þróunarstjóra, yfir kaffibolla á Hótel Héraði. Að því loknu hélt umhverfisráðherra að Skriðuklaustri þar sem hún tók skóflustungu að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og undirritaði reglugerð um stækkun þjóðgarðsins.


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er kanski misminni hjá mér - en mér finnst einhvernveginn að það búi líka fólk fyri austan - er stjórnin nokkuð að spá í að það fái líka að lifa - þótt ekki væri til annars en að hugsa um kálfinn - þangað til honum verður sleppt og hann skotinn af kátum skotveiðimanni ?

Þetta er svona með ómerkilegri kosningatrixum - að kyssa börnin fyrir kosningar er hallærislegt - þetta er verra - enda - ef dósaberjarastjórnin heldur velli verður fátt til að lifa fyrir.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2009 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

olafia-herborg

Höfundur

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
Kona á besta aldri með sjálfstæðar skoðanir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Guðjón Arnar
  • FlyerA5nordaustur
  • Ásta Hafberg 14
  • 2.Eiríkur Guðmundsson
  • 1.sæti Ásta Hafberg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband